Vorkvöld í Skógarkoti
Það er mjög fallegt yfir að líta héðan úr Skógarkoti.
Ég hef gamla Selstaðaskóginn hér í forgrunn, eða svona einhverjar leifar af honum. Birkið hefur verið að springa út um helgina.
Það er sem himininn logi yfir Smjörfjöllunum, eldrauður og stek gulur. Sambland af gráum, ljós bláum og bleikum lit er á himninum yfir Kollumúlanum. Þessi undarlega litaði kvöldhiminn sem einkennir Fljótsdalshérað.
Ég tími ekki að fara að sofa. En það er vinnudagur á morgun svo ég verð að láta mig hafa það.