05 júní 2008

Besínokurverð

Rosalega er bensínið orðið dýrt.
Undanfarið, þegar Súbbi minn hefur verið að klára bensínskammtinn sinn og ég fer að hugsa um að á morgun verði ég að taka bensín, þá kemur alltaf frétt um hækkun bensínverðs.
Ég held að síðustu fjögur skipti sem ég hef tekið bensín hafi alltaf verið hækkun frá því næst á undan.
Jæja, Súbbi verður að fá sopann sinn, en ég verð líka að vera duglegri að hjóla.

|