04 júní 2008

Hálsmáladraumur

Í nótt hrökk ég upp af hræðilegum draumi.
Hann var fullur af spennu og ofbeldi. Ef kvikmyndaeftirlitið hefði farið yfir hann hefði hann verið stranglega bannaður börnum.
Ég sem þoli ekki ofbeldismyndir.
Í draumalandi lokar maður ekki augunum og enn síður að maður geti stungið hausnum niður í hálsmálið.

|