15 september 2008

16 ára starfsaldur

Í dag eru 16 ár síðan ég byrjaði í núverandi starfi mínu.
Samt er ótrúlega stutt síðan.
Ef ekkert óvænt kemur upp í lífi mínu þá á ég eftir að vinna á þessum stað næstu 20 árin. Maður er nú ekkert að stökkva milli starfa ef allt gengur vel.
En sem ég fór nú að rifja það upp í huga mínum að ég væri búin að vera hér í þessu starfi í 16 ár, þá reyndi ég að ímynda mér hversu marga verkefnabunka ég hef afgreitt af skrifborðinu mínu. Örugglega heilt fjall. Og hvað skyldu hafa rúllað mörg kíló af pappír í gegnum prentarann hjá mér á þessum tíma? Eða ég drukkið marga lítra af kaffi á kostnað hins opinbera?
Það hefur mikið vatn runnið til sjávar og mikið af kaffi ofan í mig síðan ég hóf störf í litlu bráðabyrgðahúsnæði niður á Selási 20, þann 15. september 1992. En það á vonandi eftir að renna enn meira vatn til sjávar þar til ég hætti hér árið 2028. Ég lofaði fyrsta yfirmanni mínum að vera ekki deginum lengur en til 17. nóvember það ár. Ætli það verði hjá því komist að standa við það.

|