09 október 2008

Davíð tókst það

Hljómar reyndu en þeim tókst það ekki.
Change reyndu og þeim tókst það ekki heldur.
En Davíð kom sá og sigraði og gerði Ísland frægt á Bretlandi á einni nóttu.
Nú reynir á Geir hvernig hann höndlar þessa óvæntu frægð okkar.
Ég ákvað að hlusta ekkert á kvöldfréttirnar. Ég er búin að dubba mig upp og við Anna systir erum að fara á leiksýningu. Við ætlum að sjá leikrit Guðmundar Ólafssonar, Tenórinn en hann er á leikferð um landið og verður í Valskjálf í kvöld.

|