15 október 2008

Góð hugmynd

Ég heyrði um hugmynd sem fékk mig til að brosa.
Kannski svolítið af illkvittni, en hugmyndin er samt brilljant.
Seljum Rússum eignir Íslendinga í Bretlandi! Verðið skiptir ekki öllu máli.
Ég vil svo bæta því við að við gefum frændum vorum Færeyingum Magasin DeNord, bara svona af því að þeir sendu okkur hughreystandi kveðju þegar allt var að hrynja og við horfðum á mannorð þjóðarinnar hverfa í öldurótinu um daginn.

|