03 nóvember 2008

Sakleysismörk

Hvað er verið að eyða tíma í skattamál Jóns Ólafssonar?
Þetta eru bara smáaurar, 361 milljón. Ef það er rétt að nýi ríkisbankinn, Kaupþing, sé að gefa mönnum upp sakir upp á 50 milljarða þá veit ég ekki hvað er verið að eltast við nokkrar millur. Eru valdamenn að spila Matador?
Er það kannski þannig að það séu komin einhver sakleysismörk í þjóðfélaginu? Ef þú stelur yfir milljarð þá ertu stikkfrí? Þarft ekki að taka afleiðingum gjörða þinna? Er það bara sauðsvartur almúginn sem á að taka afleiðingunum?
Ég er svo gersamlega búin að tapa áttum í þessu nýja samfélagi okkar. Hvað er rétt og hvað er rangt? Hverju á maður að trúa og hverju ekki? Hvernig á maður að átta sig á fjármálastöðunni hjá sjálfum sér? Það er eins og ég sé lent inn í spilavíti þar sem ég þekki ekki leikreglurnar.
Öll gömlu gildin um réttlæti, ráðvendni og heiðarleika eru horfin út í buskann.

|