13 desember 2008

Hvers á kartaflan að gjalda?

Mér þykja kartöflur ágætasti matur.
Það má matreiða þær á ýmsa vegu og þær eru ómissandi meðlæti með mörgum réttum. Hvað væri jólamaturinn ef ekki væru kartöflur með rjúpunum eða hangikjötinu.
Af hverju gefa jólasveinarnir kartöflu í skóinn hjá óþekkum börnum?
Ég hefði haldið að á krepputímum væri það bara fínt að fá mat í skóinn. Ef börn eru nógu óþekk þá eiga þau 13 kartöflur á aðfangadag og fjölskyldan getur haft sykurbrúnaðar kartöflur með jólasteikinni.
Nei, ég held að það sé hægt að fá margt verra en kartöflu í skóinn.

|