11 desember 2008

Hvort er betra að vera heftur eða saman saumaður?

Það kemur í ljós á morgun.
Þá verða heftin tekin úr fætinum á mér og mér er sagt að það sé vont að láta taka þau. Það er ekkert vont að láta taka saum, en heftin taka minna í en saumur.
Í dag á Anna systir mín afmæli og í dag eru 50 ár síðan séra Gunnar Árnason jós mig vatni og mér var gefið nafnið hennar Rannveigar ömmu minnar.
Það eru til nokkrar myndir úr skírnarveislunni. Þær bera það með sér að það hefur verið orðið hversdagslegt verk fyrir foreldra mína að láta skíra barn, enda var þetta sjötta skírnin á 10 árum hjá þeim.
Ein myndin sýnir afa að spjalla við prestinn, svo er mynd af veisluborðinu og gestunum en engin af skírnarbarninu.

|