04 mars 2009

Nú frostið úti fýkur

Eiginlega ætti ég að vera á leiðinni á fund.
Í kvöld átti að halda aðalfund Soroptimistaklúbbs Austurlands en þar sem veðurútlitið var afleitt var honum frestað um viku.
Nú er ég því komin heim úr vinnunni og ætla að njóta þess að eiga huggulegt kvöld með kærastanum og köttunum. Elda góðan mat og hafa það virkilega notalegt.
Merkilegt hvað mér líður alltaf vel þegar veðrið er brjálað og ég er heima - svo framarlega sem enginn er í hættu staddur þarna úti í óveðrinu.
Kannski af því að það passar svo ágætlega að koma sér vel fyrir með bók þegar það er vont veður - það einhvern veginn passar ekki eins vel að sökkva sér niður í lestur í fallegu veðri.
Ég er að lesa rosalega spennandi bók, Verðir sáttmálans eftir Tom Egeland. Næstum of spennandi fyrir mig.

|