13 október 2006

Í fréttum er þetta helst...

... Nína vinkona hefur verið slegin blindu af sjaldgæfum sjúkdómi, sbr. færslu 3. okt sl.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1228528
En hún er hörkudugleg, ég hef mikla trú á henni og óska henni góðrar ferðar á þing.
Af mér er það að frétta að í gær fór Ástrún með mig út að ganga í fyrsta skipti í haust. Við fórum í stafagöngu eins og við höfum gert á fimmtudögum undanfarin misseri.
Í dag fór ég út að hjóla. Erindið var nú eiginlega fyrst og fremst að fara í apótekið og kaup mér freyðibað því freyðibað hefur í mínum huga verið hámark munaðar og sælulífs frá því ég var lítil stelpa og dáðist að Badidas-auglýsingunum í sjónvarpinu.
Í dag var tekin ákvörðun á mínu heimili um hvað verður í jólamatinn. Það verður að sýna fyrirhyggju. Þeir væntanlegu jólagestir sem hafa fengið að heyra matseðilinn lýstu ánægju sinn og staðfestu komu sína.
Svo pantaði ég mér Lazyboy stól sem verður alfarið húsbóndastóll hér á þessu heimili og ég fæ að nota hann ef Kolgríma er ekki í honum. Ég er farin að sjá fyrir mér að kannski horfi ég endrum og sinnum á sjónvarp í framtíðinni.

|