Ný sannindi
Ég bara verð að deila þessu með ykkur:
"Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að menn séu gáfaðri en apar. Sýndi rannsóknin að börn áttu auðveldara með félagsmótun en fullorðnir órangútanar og simpansar. Heilinn í mönnum er um það bil þrefalt stærri en heilinn í þeim fremdardýrum sem eru skyldust þeim.
Þegar tveggja og hálfs árs börn fengu í hendur pípu sem í var matur eða leikfang fylgdu þau fordæmi rannsakendanna við að ná innihaldinu út, en aparnir einbeittu sér að því að reyna að bíta í pípuna eða brjóta hana.
Getan til að læra af fordæmi annarra gerir mannabörnum kleift að þróa félagslega- og líkamlega hæfni, segja höfundar rannsóknarinnar, sem greina frá niðurstöðum sínum í tímaritinu Science sem kemur út í dag.
Rannsóknin var gerð við Max Planck stofunina í þróunarmannfræði í Leipzig í Þýskalandi. Rannsakaðir voru 100 simpansar, 30 órangútanar og 100 mannabörn, tveggja og hálfs árs."
Þetta var á mbl.is í morgun.
Minnir mig á fróma spurningu sem ég fékk frá frumburðinum þegar hún var 5 ára "Mamma, þekkjum við einhvern sem var einu sinni api?"