25 ágúst 2007

25. ágúst 2007

Þá er þessi langþráði dagur runninn upp.
Og hvað skyldi frú Rannveig svo gera á þessum merka degi? Jú, dagskráin er:

1. Kl. 9.00. Fjáröflunarverkefni með systrum mínum Soroptimistum. Alþrif á nýju húsi sem verður afhent í dag.
2. Dáðst að Skógarkoti.
3. Kl. 13.00. Formleg afhending á Skógarkoti.
4. Telja hvað margir karlar fylgja með Skógarkoti - ætli það verði nokkur.
5. Móttaka á nokkrum fílefldum og myndarlegum karlmönnum í Skógarkoti. Þeir verða með ýmsar eigur mína meðferðis.
6. Dáðst að Skógarkoti.
7. Kl. 18.00. Hreindýraveisla og skemmtun í miðbæ Egilsstaða. Heilgrillaður hreindýratarfur, hrútaber o.fl.
8. Upp í skóg að dáðst að Skógarkoti.
9. Nostalgíuball í Valaskjálf. Dúkkulísurnar o.fl. hljómsveitir. M.a. Austurland að Glettingi sem hefur á að skipa yfirsmiðnum og píparanum í Skógarkoti. Feikna skemmtileg hljómsveit. Dansað fram á rauða nótt.
10. Kíkja upp í skóg og dáðst að Skógarkoti áður en ég fer í háttinn í Kelduskógum.

Þannig er nú planið hjá mér í dag. Svo þarf ég að fara að fjárfesta í eyrnatöppum handa vinum og vandamönnum sem hafa sýnt mér ómælda þolinmæði þegar ég mala stanslaust um Skógarkotið.

|