22 ágúst 2007

Allir draumar geta ræst

eða alla vega næstum allir.
Það er sagt að orð séu til alls fyrst. En á undan þeim hlýtur að hafa vaknað draumur.
Sumir draumar rætast næstum strax, aðrir eftir ár eða áratugi. Sumir draumar eru svo stórir að við höfum ekki trú á að þeir rætist. En samt ...
Draumurinn minn sem er um það bil að rætast kviknaði 5. febrúar 2006.
Draumurinn um Skógarkot.
Þetta virtist heldur stór og fjarlægur draumur, ég hef líka nokkrum sinnum á leiðinni misst trú á að hann myndi rætast. En núna, eftir ríflega 18 mánuði er hann að koma fram.
Næsta laugardag fæ ég draumahúsið mitt afhent. Alveg fullbúið. Mér finnst næstum allt tilbúið, ég gæti bara flutt inn á morgun. En það eitthvað smávegis eftir eins og að tengja dyrabjölluna, festa upp útiljós, hleypa á vatninu og rafmagninu og festa höldurnar á allar innréttingarnar.
Ég er hætt að sofa á nóttunni því draumurinn minn er farinn að halda fyrir mér vöku.

|