03 september 2007

Lífið í skóginum.

Nýja lífið fer vel af stað.
Mér líður alveg afskaplega vel í Skógarkoti, sef eins og engill og tími helst ekki að fara að heiman. Samt verð ég að fara í vinnuna og svona að snúast svolítið.
Ég hlakka mikið til þegar það fer að hægjast um hjá mér. Þegar ég get verið heima hjá mér í friði og ró og Kolgríma verður komin til mín. Hún kemur þegar ég verð búin að fljúga 10 flugferðir sem eru á dagskrá hjá mér næstu þrjár vikurnar. Það er ekki mjög viskuleg dagskrá - ég er skrifstofustúlka en ekki flugmaður.
Í morgun vaknaði ég kl. 6 og við Nína drifum okkur í fyrsta spinningtíma vetrarins í Heilsubót. Ég er eins og nýsleginn túskildingur og hlakka til að koma mér í gott form í vetur. Við erum búnar að velja okkur 4 tíma í viku sem við getum verið saman í ræktinni. Ég verð bara að fara í þreksalinn þennan eina dag sem Nína verður í body pump.
Verst að það skyldi frjósa í nótt, ég sem átti eftir að tína sveppi.

|