11 september 2007

Noregsferðin

"Daginn sem mamma fór til Noregs."
Það verður spennandi að lesa hvað örverpið mitt skrifar um þessa Noregsferð, en frú Rannveig er að leggja upp í jómfrúarferð sína til Noregs.
Hingað til hef ég látið mér duga að horfa niður á þetta land þegar ég hef verið að fljúga til og frá Kaupmannhöfn.
Dagurinn í dag er búinn að vera með ólíkindum, allt hefur einhvern veginn verið upp í loft og mér hefur lent saman við ólíkasta fólk, ég sem er gædd þessu líka ljúfa jafnaðargeði. Ég var meira að segja farin að hvæsa gegnum símann þegar ég talaði við bláókunnugan mann í Reykjavík.
Svona er lífið, ég er eins og sprungin blaðra þar sem ég hef komið mér vel fyrir með hitapoka við mína gömul og gigtveiku síðu. Nú þyrfti ég að fá andanefjulýsi eins og ráðskona góða dátans Sveik notaði á auma líkamsparta.
Hafið það öll gott, ég kem örugglega aftur heim í heiðardalinn því fagurt er Hérað, bleikir eru akrar o.s.frv.
Heja Norge.

|