26 september 2007

Svolítið skrítið

að koma á lappir og það eru 3 karlmenn á dyrahellunni.
En svona er lífið í skóginum, karlar út um allt. Tveir voru að laga stéttina mína og einn var að fara að huga að því að tengja kamínuna.
Ummmmmmm, það verður huggulegt að kveikja upp núna þegar það er orðið svona haustlegt.
Ég er búin að prufa að elda á þessari tæknigræju sem kallast eldavél. Í gær sauð ég kartöflur, það lukkaðist vel. Í morgun sauð ég egg. Það gekk hálf illa, það var eitthvað undir pottinum sem ekki átti að vera þar og ég var smá tíma að fatta af hverju eldavélin vildi ekki sjóða eggin. En svo þegar ég var búin að kveikja á perunni og laga þetta þá kviknaði á hellunni. Kemur í ljós í hádeginu hvernig eggjasuðan lukkaðist.
Mér finnst ég vera svolítið svona eins og þegar ég var 17 ára og byrjaði að halda heimili. Þá kunni ég bara að búa til kaffi og hafragraut.

|