16 febrúar 2008

Bergþóra Árnadóttir

Aldrei hef ég haft dálæti á Bergþóru Árnadóttur.
En núna í tengslum við minningartónleikana í Salnum þá hef ég verið að hlusta svolítið á tónlistina hennar.
Hún hefur verið skemmtilegur gítarleikari, góð söngkona sem samdi falleg lög og hvert orð í texta þessa lags skilar sér.
Kannski var það eitthvað í fasi hennar sem höfðaði ekki til mín, en hvað um það, ég hlakka til að heyra diskinn sem á að koma út núna í tilefni af sextugsafmæli hennar.
Af mér og mínum er allt gott að frétta. Talsímavörðurinn Anna Berglind er ásamt Jóni Árna sínum í Lundúnum að skemmta sér á árshátíð Já 118. Gunnhildur er búin að fá fasta stöðu sem blaðamaður á Mogganum, Mirek er að vinna í Alþjóðahúsi við að aðstoða Pólverja sem fluttir eru til landsins. Hann á afmæli á morgun, til lukku með daginn Mirek.
Kjáninn hún Klófríður kemur mér til að brosa, Kolgríma mín heldur reisn sinni og horfir með þóttasvip á Klófríði vitleysast, milli þess sem hún fæst til að leika við hana.
Sem sagt, allt í lukkunnar velstandi hér í Skógarkoti.

|