01 febrúar 2008

Vikuendi

Jæja, enn einn vikuendinn.
Alltaf jafn notalegt þegar það er komið föstudagskvöld, allaf er að verða styttra og styttra á milli þeirra.
Í kvöld verður voða kósý hér í Skógarkoti. Ég var að enda við að snæða kvöldverð og framundan er að fylgjast með Fljótsdalshéraði í Útsvari, veit ekki hvort ég nenni að horfa meira á sjónvarp á einu kvöldi.
En á morgun verður gaman. Ég verð í þorrablótsundirbúningi inn á Iðavöllum fram eftir degi og svo fæ ég að fara í ömmuleik annað kvöld þegar krakkarnir hennar Elvu koma til mín.
Ég er búin að kaupa alls konar hlaupbangsa og fleira nammi í poka - æi, ég gleymdi ávaxtabrjóstsykrinum sem Daníel þykir svo góður - bæti úr því á morgun. Við pöntum okkur pizzu, en það hefur ekki verið gert á þessu heimili síðan ég flutti í Skógarkot. Svo látum við okkur bara líða vel meðan Elva og Einar skemmta sér á þorrablóti Fellamanna og krakkarnir gista hjá mér.
Það verður fjör fyrir Klófríði að fá hana Guðrúnu Láru til að leika við sig.

|