101 Reykjavík
Þorrablót Egilsstaða lukkaðist vel.
Eins og venjulega stigu fram á sviðið áður óþekktir listamenn og ég verð að segja að Siddi, Freyja og Hafdís Boga komu mér mest á óvart. Þau fóru á kostum.
Maturinn var miklu betri en í fyrra, nú var hann eins og hann átti að vera.
Í gær flaug ég til Reykjavíkur. Við vorum að skakast þetta í 14.000 feta hæð og þetta var eins og að aka í þúfóttu landslagi. Það var víst svo mikill mótvindur ofar. En mér finnst nú yfirleitt best að fljúga í 18 til 20.000 fetum á milli Egilsstaða og Reykjavíkur þá er vélin alla vega ekki skoppandi alla leið.
Það sem mér fannst kannski markverðast við þetta flug var að þrátt fyrir lága flughæð sáum við ljósin á Akureyri - ef maður á að trúa því sem flugstjórinn sagði. Við hljótum að hafa flogið norðan jökla.
Þegar ég kom á Reykjavíkurflugvöll var töluverður snjór á bílaplaninu þar sem bíll beið mín. Mér gekk illa að bakka bílnum út úr stæðinu og var að spá í hvað það ætti nú að þýða að hafa bílaleigubíl fastan í snjó þegar maður tæki við honum. En með kvenlegri lagni þá tókst mér að koma honum langleiðina út úr stæðinu með því að skipta úr bakk í fram, úr fram í bakk.
Rosalega var ég stolt af því hvað ég var laginn ökumaður.
Þá er bankaði í gluggann hjá mér og þar er kominn maður sem spyr hvort ég sé nokkuð með bílinn í handbremsu, því afturhjólið snúist ekkert.
Hvað á það að þýða að láta bílinn vera í skafli og í handbremsu þegar ég tek við honum? En hvað um það, ég komst alla vega upp á Hverfisgötu þar sem ég dvel nú í góðu yfirlæti hjá Gunnhildi og Mirek.