Svartur fugl
Við Nína fórum í leikhús í gærkvöldi.
Hafnarfjarðarleikhúsið kom með leikrit David Harrower, Svartur fugl, og setti það upp í gamla sláturhúsinu okkar hér á Egilsstöðum.
Ég verð að viðurkenna þá skömm að eftir að það fór að vera menningarlíf í sláturhúsinu þá hef ég bara aldrei komið þangað. Ég hef ekki komið í sláturhúsið frá því að hann Lolli heitinn sat á kontórnum og afgreiddi mann með kjötskrokka og annað í pottana.
En eins og húsið er ljótt að utan, þá stefnir það í að verða mjög skemmtilegt að innan.
Hvað um það, leiksýningin. Pálmi Gestsson og Sólveig Guðmundsdóttir léku í þessu áhrifamikla verki. Við Nína vorum þannig staðsettar í salnum að það var næstum eins og það væri bara verið að leika fyrir okkur. Nálægðin við leikarana var mikil og verkið tilfinningaþrungið þannig að maður hvarf bara inn í þennan heim.
Leikritið fjallar um kynferðislega misnotkun og maður er svona á barmi þess að vera dómharður og fullur viðbjóðs eða sýna persónunum skilning og finna til með þeim.
Mannskepnan er skrýtin skrúfa.