Ég er að spá
í að skipta um vinnu.
Nú gefst tækifæri til að sækja um á Bessastöðum og ég er að velta því fyrir mér hvort ég, Kolgríma og Rúsína værum ekki fínar í djobbið.
Að vísu gætu þær ekki komið með mér til útlanda, þeim yrði ekki hleypt aftur inn í landið nema með alls konar serímoníum, sóttkví og veseni.
En á móti kæmi að það þyrfti ekki að ræsa út handhafa forsetavaldins meðan ég væri að dunda mér sem fulltrúi þjóðarinnar í útlöndum.
Ætti ég ekki bara að slá til? Verst að það hefur enginn hvatt mig til að bjóða mig fram. Skyldi ég ekki eiga meiri möguleika en Ástþór?