Ég vona
... að fall sé fararheill.
Ekki fór nú árið vel af stað hjá mér.
Ég fékk ekki nema hluta af laununum útborgaðan. Það verður leiðrétt um næstu mánaðamót - svo sem ágætt, þá kemur jólakortareikninginn.
Mikilvægasta forritið í tölvunni minni er úti, þetta hefur aldrei áður gerst og mér líst ekki á bilkuna. Ég bara vona að það sé ekki hrunið því þá er ég í afar vondum málum.
Hausinn á mér er að klofna. Ég fór í vinnuna í morgun en svo var mér farið að vera svo illt í hausnum og mér var svo kalt svo ég fór heim, bruddi nokkrar verkjatöflur og breiddi sængina upp fyrir haus. Ég hef sofið meira og minna í dag, en ég er samt syfjuð og verð örugglega ekkert lengi að sofna.
En ljósi punkturinn í tilverunni er að það er að komast á friður á heimilinu. Kolgríma er hætt að sækja í að hanga í bílskúrnum, þar sem hún hefur meira og minna hangið í fýlu síðan Rúsína kom. Hún hefur meira að segja verið að nusa svolítið af henni án þess að hvæsa. Og Rúsína hefur fengið að nusa svolítið af skottinu á Kolgrímu.