20 febrúar 2008

Húrra fyrir mér

Eins og ég og vöfflujárnið höfum ekki bara náð sáttum.
Ég er að gæða mér á þessum líka fínu vöfflum sem ég bakaði eftir uppskriftinni sem eldhúsguðinn sendi mér.
Vöfflujárnið er því ekki lengur falt Gunnhildur mín, en ég veit þá hvaða gjöf ég get gefið ykkur Mirek ef þannig ber við.
Nú þarf ég bara að læra að búa til hrísgrjónagraut og þá er ég gjaldgeng í klúbb hinna myndarlegu húsmæðra. Ég kunni að búa til hrísgrjónagraut á öldinni sem leið, ég þarf bara að rifja það upp.
Það endar sjálfsagt með því að ég tek slátur næsta haust, það hef ég nú ekki gert í alla vega 10 ár.

|