28 apríl 2009

Er allt að fara til andskotans

Fyrst kreppa og nú svínafár.
Ég las um svínafárið á netinu í gær og flensueinkenninn helltustu yfir mig. Dreif mig undir sæng þegar ég kom heim og skellti í mig Panodil hot. Og nú sit ég og reyni að gera það upp við mig hvort ég á að mæta í vinnu í dag eður ei. Beinverkirnir og stíflaða nefið eru enn til staðar.
Til viðbótar við heimshörmungarnar þá las ég á netinu í morgun að yfirborð sjávar muni hækka og hækka á þessari öld vegna hlýnunar jarðar. Samt var í fréttum um daginn að sólin væri í kaldara lagi.
Jæja, en Lóan er komin að kveða burt snjóinn - kveða burt leiðindin það getur hún.
Maður treystir því og vonar allt það besta. Lítið annað að gera í stöðunni.

|