28 apríl 2009

Viltu kúka eða kjósa?

Klósettpappír eða kjörseðil?
Mér hefur mikið orðið hugsað til baráttu formæðra okkar fyrir um hundrað árum. Þegar þær börðust fyrir kosningarétti konum til handa.
Þær hafa nú tæplega séð þetta fyrir.
Á hverjum bitnar svona hegðun? Á frambjóðendum? Á ráðamönnum þjóðarinnar?
Nei, á þeim sem þurfa að tæma kjörkassana og telja atkvæðin.
Framvegis verða menn sennilega að hafa gúmmíhanska og maska þegar kjörkassar verða tæmdir og atkvæði talin ef menn ætla að vera með svona lágkúrulegan subbuskap á kjörstað.

|