17 maí 2006

Hárgreiðslukonan mín ...

... er engill.
Í tilefni af því að ég er að fara til Danmerkur þá ákvað ég að láta gera allt það sem í mannlegu valdi stendur til að ég líti þokkalega út þegar til kóngsins Kaupmannahafnar kemur. Ég verð reyndar bara í einn dag Köben og fer svo norður á Jótland, en auðvitað verður maður að líta vel út ef maður skyldi fá sér einn spássara niður Strikið.
Nú, ég var auðvitað búin að panta mér tíma í klipp og stríp fyrir löngu, ég panta alltaf nýjan tíma þegar ég yfirgef stofuna. Ég átti pantaðan tíma þann 18. maí kl. 15.00, en svo hafði ég týnt tímaspjaldinu (af því ég keypti mér nýtt veski og allt snyrtibókhaldið fór í vaskinn). Svo var ég ekki viskulegri en það að ég pantaði mér tíma í extrem makeover á snyrtistofunni kl. 15.00 þann 18. maí 2006.
Ein voða vitlaust. En Anna Alexanders er engill og hún auðvitað reddaði málunum og tók mig í yfirhalningu í dag. Svo fer ég í andlitsmeðferð á morgun.
En þess má geta að það kom kona norðan úr landi upp í vinnu í gær og hún fór að segja mér frá því að á Húsavík væri lýtalæknir sem kostaði kúk og kanel (eða skid og ingenting) að fá útlitsbreytingu hjá. Veit ekki af hverju konunni datt í hug að vera að segja mér frá þessu. Ég ætti e.t.v. að skoða mig betur í speglinum.

|