Vorhreingerning
Í dag er tiltektardagur á Egilsstöðum.
Allir garðeigendur eru úti að taka til í kringum húsin sín.
Í tilefni dagsins tók ég jólaseríuna úr elritrénu framan við húsið. Ekki seinna vænna þar sem tréið er að byrja að laufgast.
Það flaug heill flokkur af lóum yfir húsið mitt í dag, örugglega 20 lóur. Ég vissi ekki að þær færu saman í hópum, mér hefur hingað til virst að þær væru hálfgerðir einfarar.