25 apríl 2006

Dirrindí

Sá lóu í morgun.
Hún var sæt og fín og ekki vitund veikindaleg.
Mér datt í hug sagan hans Ármanns Halldórssonar um lóurnar á Snotrunesi. Fyrst fann hann eina hálfdauða og fékk mömmu sína til að matreiða hana - þetta reyndist herramannsmatur. Eftir það gekk hann meðfram símalínum og girðingum, fann "vængbrotnar" lóur, batt enda á þjáningar þeirra og fór með heim í pottinn.

|