13 apríl 2006

Er ég uppi á vitlausum tíma?

Er ekki örugglega 21. öldin núna?
Ég verð að segja að þegar ég les blöðin þá fer ég að efast um á hvaða öld ég lifi. Er þetta 17. öldin eða sú 19.?
Landhelgisgæslan sér sjóræningjaskip á Reykjanesröst. Skyldu þeir vera með lepp og krók? Er nýtt Tyrkjarán í augsýn?
Svo les ég að einhver fugl sem fannst á Elliðavatni og taldist vera svanur sem e.t.v. hefði drepist af hinni illræmdu fuglaflensu - af því að svoleiðis gerist í útlöndum, reyndist við skoðun vísindamanna vera dauð aligæs. Þarf sprenglærða sérfræðinga til að greina í sundur fuglategundir? Þetta sem ég hef alltaf haldið að væri lóa er e.t.v. maríuerla.
Svo verð ég bara að nefna það að ég fatta ekki hvernig hægt er að selja eina skitna einbýlishúsalóð á 20 milljónir eins og gert er þarna suður á horni í svonefndum Úlfarsárdal.
En að öðru skemmtilegra. Nú er hann Garpur kominn til okkar Kolgrímu. Ég er að velta því fyrir mér að ef það endar nú bara með að hann Garpur sest að hér hjá okkur þá verð ég að kalla kisu mína Grímu því Garpur og Gríma hljómar vel saman.

|