Karlkyn
Það sem köttum dettur í hug !!!
Ég segi bara að það er eins gott að karlmenn hegða sér ekki eins og fresskettir.
Kolgríma dró heim með sér í gær einhvern stóran gulan dela, sem gekk hér um hvæsandi eins og hann hefði eitthvað hér á þessu heimili að segja. Ég auðvitað rak dónann bara út. Nema hvað, haldið þið ekki bara að hann hafi náð að bregða sér inn í þvottahús og þvílíkt merkja sér svæðið.
Fýlan, ég hélt ég myndi æla. Ég dró fram Ajax og svo var mér ráðlagt edik en til öryggis sprautaði ég úr hálfu glasi af frönsku ilmvatni og hafði þvottahúsgluggann vel opinn, samt ekki svo vel opinn að þessi köttur færi að koma aftur inn.
Ég held að lyktin sé bara næstum farin. En ef þessi köttur á eftir að koma nálægt mér aftur þá á hann ekki á góðu von.