13 maí 2006

Útrunninn passi

Þá erum við kisa búnar að setja húsið á sölu.
Var samt að fatta að það er kannski ekki sérlega viskulegt að setja húsið á sölu og fara svo af landi brott.
Ég ætla að bregða mér til Danmerkur og dvelja eina viku á Jótlandi.
Vegabréfið mitt er útrunnið. Ég hef einhverja sérstaka hæfileika að athuga um vegabréfið mitt á síðustu stundu. Mátti þakka fyrir það þegar ég fór til London fyrir 10 árum að ég hafði gildan passa í höndum. Ég sá að fólk kom til sýslumanns að endurnýja passa og þá fattaði ég að ég þyrfti e.t.v. að gera slíkt hið sama og rétt slapp fyrir horn. Þá fékk ég einmitt þetta vegabréf sem var að renna út í síðasta mánuði.
Síðast þegar ég fór út fékk ég hland fyrir hjartað og fór að leita að passanum nokkrum dögum fyrir brottför og svo fór ég í það í gær að finna passann og þá er hann bara útrunninn. Það er víst hægt að redda málinu með framlengingarstimpli. Ekki þar fyrir maður þarf ekki passa þegar maður fer til Danmerkur en ég fer ekki passalaus úr landi.

|