13 júlí 2006

Barbie

Nú vorum við Nína vinkona heldur betur óheppnar.
Ég var að lesa Fréttablaðið frá því í gær og þar les ég bara að á e-bay var til sölu íslensk Barbie. Íslensk Barbie, ég hélt að það værum bara við Nína í spinningtímum sem hefðum þennan titil, I'm a barbie girl..., en svo er mynd af Barbie-dúkku í Fréttablaðinu, hún er innpökkuð í kassa, klædd einhvers konar eftirlíkingu af íslenskum búningi, það er mynd af víkingaskipi á kassanum og allt þetta var selt á uppboði í gær. Uppboðið rann út kl. 18.30 að íslenskum tíma.
Dandý og Þórveig, hvar voruð þið??? Lesið þið ekki blöðin eða hvað???

|