16 ágúst 2006

Óttalegur barlómur

Ég er hætt að grenja og allt er orðið gott.
Er að keppast við að ljúka nokkrum verkefnum í vinnunni, sólin skín og ég flýg suður í kvöld. Skelli mér á menningarnótt um helgina, hitti dæturnar, vinkonurnar, ættingjana og alla hina. Voða, voða gaman.
Skelli mér í fegrunaraðgerð á mánudag og þá megið þið öll hugsa fallega til mín.
Síðan kem ég heim aftur eftir u.þ.b. 10 daga og þá verða ég eins og Mickael Jackson, óþekkjanleg.
Ég hef ekki fengið kvíðahnút í tvo daga og vöðvabólgan er öll að minnka.
Nína passar Kolgrímu og Kolgríma passar húsið.
Hafið þið það bara huggulegt og ef ég kemst í tölvu og hef heilsu til þá læt ég vita af mér.

|