21 ágúst 2006

Undir hnífinn

Jæja, þá er Guðmundur Már farinn að stála hnífinn.
Ég hefði ekki trúað því á sjálfa mig hvað ég er pollróleg þó svo að eftir rúman klukkutíma verði farið að krukka í mig.
Það var ekki einu sinni erfitt að fasta, að því undanskildu að ég er að deyja úr löngun eftir góðum kaffibolla - það verður sko það fyrsta sem ég fæ mér eftir að ég kem til meðvitundar aftur.
Hafið þið það öll gott gæskurnar mínar, ég ætla að panta taxa suður í Hafnarfjörð.

|