06 september 2006

Hundalíf

Ég hef verið í sambandi við spennta hundaeigendur síðdegis.
Á Gunnlaugsstöðum fæddist Siberian Husky parinu Rómu og Eldi 6 hvolpar í dag. Þjár tíkur og þrír hundar. Hvað færir maður hundum í sængurgjöf???
Í Aratúninu er Perla að koma hvolpunum sínum í heiminn. Þegar ég heyrði í húsráðendum í kvöld voru komnir tveir hvolpar og tveir voru ófæddir.
Nú til dags er sko farið með tíkur í sónar og allir vita fyrirfram hvað hvolparnir verða margir.
Svo var yfirmaður minn að segja mér þær fréttir að merin hennar er fylfull.
Það er fjör á öllum bæjum nema hér hjá okkur Kolgrímu og Garpi endar er Garpur ekki lengur á númerunum og Kolgríma var tekin úr sambandi í fyrra.
Hér á þessum bæ þrífast því eingöngu platónskar ástir.

|