17 nóvember 2006

Seytjándi ber

Í dag er seytjándi ber.
Það vita mínir nánustu hvað þýðir, það er sem sagt afmælisdagurinn minn. 48 ár síðan ég kom í heiminn á Landspítalanum í Reykjavík. Þegar ég var lítið stelpuskott í Kópavoginum þá sem sagt sagðist ég eiga afmæli seytjánda ber.
En hvað um það. Ég er búin að fá svo margar símhringingar, tölvupóstsendingar, afmælissönginn tvisvar, knús, kossa, kort, blóm og gjafir að ég velti því fyrir mér hvernig þetta verður eiginlega þegar ég verð fimmtug.
Kannski man enginn eftir mér þá???

|