24 febrúar 2007

Hvers kyns eru húsmæður?

Ég var að hugsa um íslenskar húsmæður.
Fór þá að velta fyrir mér hvort karlmenn gætu ekki verið húsmæður eins og konur eru ráðherrar.
Okkur hættir svo til að leggja góðum og gildum orðum yfir starfstéttir af því að þau eru kvenkyns. T.d. þegar karlar fóru að læra hjúkrun var hætt að tala um hjúkrunarkonur og í staðinn kom karlkynsorðið hjúkrunarfræðingur. Mamma sem var hjúkrunarkona af gamla skólanum, neitað að taka upp nýtt starfsheiti og starfaði sem hjúkrunarkona þar til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir 1991. Mér fannst það gott hjá henni að halda sínu gamla og fallega starfsheiti.
Konur eru líka menn, þess vegna er hægt að sættast á að karlkenna starfsheit, en ég vona að húsmæður verði alltaf húsmæður, hvers kyns sem þær eru, þetta er svo fallegt orð.

|