16 júní 2007

Breyttir tímar

Hvað er að gerast í mínum kæra Kópavogi?
Bærinn sem byggðist upp í skipulagsleysi og spannst næstum af fingrum fram, nú er búið að steypa allt í ófrávíkjanlegar og undarlegar reglugerðir þar.
Þegar ég var krakki í Kópavoginum þá var nágranni okkar með rakarstofu í bílskúrnum og eftir að við fluttum af Neðstutröðinni þá var gömlu stofunni okkar breytt í sjoppu og seinna í vídeóleigu.
Þegar ég var krakki þá voru hænsnabú inn í miðjum íbúðargötum og maður var sendur að kaupa egg.
En nú er öldin önnur. Það eru reyndar leyfðir pútustaðir ennþá í Kópavoginum, kannski ekki fjaðraðar pútur, en að klippa og greiða í íbúðahverfi það er bannað, sbr. þessa slóð á mbl.is.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1275212

|