07 júní 2007

Hægt og hjótt

Kolgríma fer alveg hljóðlaust um húsið.
Þetta truflar mig svolítið, en hún hefur haft nokkrar bjöllur um hálsinn frá því að hún var kettlingur. En í dag kom hún sem sagt ólarlaus heim.
Fína rauða ólin sem ég keypti í einhverri dýraverslun úti á Jótlandi í fyrra heyri sögunni til. Mér vitanlega eru ekki seldar kattaólar hér á Egilsstöðum svo nú er ekki um annað að ræða en að leggja í ferðalag og renna á Reyðarfjörð. Þar er gæludýraverslun.
Mig er búið að langa að skreppa niður á firði í vor en hef ekki haft mig í það. Nú er ég komin með brýnt erindi svo það er bara að skella sér á laugardaginn.
Ég er samt að velta því fyrir mér hvernig Kolgríma upplifir þessa þögn. Hvort henni finnst þetta himneskt eða hræðilegt.
Reyndar langar mig oft að vita hvað hún hugsar.

|