12 júní 2007

Lífið í skóginum

Ég er búin að koma mér vel fyrir í Hallormsstaðaskógi.
Þetta er besti tíminn í skóginum, gróðurinn kraftmikill í blóma, kvöldsólin svo falleg og túristarnir eru ekki enn farnir að flæða inn í hvert rjóður.
Fyrir 32 árum kom ég unglingsskvísa hingað og fór að vinna hjá Skógræktinni, aðstoðarstúlka hjá ráðskonunni. En síðan hefur nú Fljótið runnið í rúmmetravís til sjávar.
Herbergið sem ég hef er rúmgott og fallegt. Gluggarnir snúa út í garðinn og ég hlakka til að það fari að rigna svo skógurinn fari að ilma. Ég er samt bara að óska eftir rigningu í eina nótt, þú þarna uppi sem stjórnar veðrinu.
Það fer svo vel um mig hér á Fjósakambinum að það hefur hvarflað að mér að selja bara Skógarkotið og setjast að hér í þessu fína herbergi.

|