01 ágúst 2007

1. ágúst ...

... og líf mitt hefur verið sett á hold.
Samkvæmt kaupsamningi sem undirritaður var í apríl átti ég að fá Skógarkotið afhent í dag. En það stóð svo lengi málurunum að verkið hefur tafist.
Það sér ekki enn fyrir endann á þessari vergöngu minni, en ég ætla að vera bjartsýn og trúa því að henni fari að ljúka. Alla vega áður en vetur gengur í garð svo ég þurfi ekki að liggja endalaust upp á ættingjunum.
Anna systir er alla vega flúin til fjalla, farin að hjúkra mönnum inn á Eyjabökkum

|