21 ágúst 2007

Feit fegurð

Mamma sló mér alveg óvænta gullhamra.
Ég fór til hennar í gærkvöldi, hún horfði á mig og sagði "Ég hef aldrei séð þig svona feita Rannveig mín, þetta fer þér mjög vel. Þú ert falleg svona."
Hummmm, ég sem hef verið í mislukkaðri megrun síðan um fermingu, ég held ég hætti öllu megrunarstússi því mamma er mjög hreinskilin og segir aldrei nema það sem henni býr í brjósti.
Feit og falleg það er málið.

|