27 september 2007

Í bílskúr úti í bæ

Ég heyrði í Dr. sæta Sívagó í gær.
Við erum búin að finna dagsetningu sem hentar fyrir næstu aðgerð (vonandi verða þær ekki fleiri). Núna verð ég ekki lögð á sjúkrahús, nei, ég verð bara skorin í bílskúr úti í bæ eins og pabbi orðaði það svo snyrtilega þegar það var tekinn af honum einn putti á læknamiðstöð í Reykjavík. Það var þegar verið var að byrja að flytja aðgerðir af sjúkrahúsunum og á læknamiðstöðvarnar.
Jæja, mér rann samt svolítið kalt vatn milli skinns og hörunds. Ég spurði hvort það væri öruggt að ég myndi ekki vakna alein í Domus Medica, komin nótt og allir farnir heim.
Dr. sæti Sívagó lofar mér að ég vakni strax og aðgerðinni er lokið og að ég fái kaffi áður en ég fari heim.
Ég ætla nú samt til vonar og vara að láta liggja skilaboð til skúringakonunnar um að hagræða sænginni minni ef hún finnur mig þarna steinsofandi.

|