19 september 2007

Danmerkurferðin

Jæja, þá er ég aftur lögð af stað í ferðalag.
Nú er stefnan tekin á Danmörku.
Ég var að lenda í höfðustaðnum og fara enn eina ferðina um þessar fornminjar þjóðarinnar sem kallast flugstöðin í Reykjavík. eru þessi mannvirki kannski friðuðu af Þjóðminjasafninu. Jæja, hvað um það. Leiðin lá frá flugvélinni um afgirtan göngustíg sem var meira og minna á floti. Sá eftir að hafa ekki verið í vaðstígvélum.
Á morgun má búast við ævintýrum í öryggiseftirlitinu í Leifsstöð. Einn samferðamaðurinn er með járnkrók í staðinn fyrir hendi þannig að það pípir örugglega allt viðvörunarkerfið.
En þið þurfið ekkert að hafa áhyggjur af mér í kóngsins Köben, ég lendi örugglega hvorki í sollinn eða síkin því mér hefur verið skipað í herbergi með séra Jóhönnu. Best að reyna að rifja upp nokkrar kvöld- og morgunbænir svo ég verði ekki uppalendum mínum til skammar.

|