06 september 2007

Skyr.net

Þá er Skógarkot komið í samband við umheiminn.
Það kom hingað vaskur piltur frá Mílu og tengdi bæði netið og heimasímann. Allt annað líf. Nú get ég hangið á msn og skoðað allar fínu designe búðirnar á netinu, Rúmfó og Ikea. Talandi um Ikea, netverslunin þeirra er svo flókin að ég get ekki verslað þar,verð að láta mér Rúmfó duga :)
Svo var ég varla búin að setja símann í samband en hann byrjaði að hringja.
Búskapurinn hér í kotinu er nú með þeim ósköpum að það er ekkert til matarkyns, ekki hveiti, ekki salt og pipar, eða neitt þess háttar og ekki eitt sykurkorn. Það er til mjólk, grænmeti, kaffi og ávextir, svona þetta allra nauðsynlegasta.
Ég er ekkert farin að elda neitt því ég hef ekki haft tíma til að kynna mér hvernig þessar móderne eldunargræjur virka, svo ég hafði bara skyr í kvöldmatinn. Þá vandaðist málið af því að ég á ekki sykur, en ég var svo heppin að eiga hunang og úr þessu varð mjög góður réttur - hunangsskyr. Þið verðið að prufa það, rosa gott.
Og í þessum skyrhugleiðingum varð mér hugsað til hennar Dísu Einars sem segist aldrei borða þetta ísskyr sem alltaf er verið að auglýsa.

|