30 október 2007

Fyrsta færslan

Ég var að skoða upphafsdaga Lötu Grétu.
Fyrsta færslan er kynning á því hvernig á því stendur að bloggsíðan mín heitir Lata Gréta. Það er af því að ég hef ekki þekkt neina sögupersónu lengur en hana Lötu og leiðinlegu Grétu og mér hefur alltaf þótt svo vænt um hana
Í skógarjaðrinum stóð gamall, stráþakinn kofagarmur. Allar rúður voru brotnar í honum, hurðin hékk varla á hjörunum og í girðingar stað voru þistlar og brenninetlur. Í þessum kofa bjó telpukorn með Kisu sinni. Nágrannarnir kölluð telpuna lötu og leiðinlegu Grétu.
Svona hefst tékkeska ævintýrið og það sniðuga er að nú er svo komið að ég bý ein með henni kisu minni í húsi í skógarjaðrinum. Ekki í kofa, heldur í húsi, ég hef það fram yfir Lötu Grétu.

|