10 október 2007

Minningargarður poppara

Nú hefur Viðey loks öðlast hlutverk.
John Lennon kominn með sína bláu friðarsúlu - en af hverju bláa? er það ekki litur auðvaldsins sem hann barðist gegn? Er ekki hvítt litur friðarins?
Jæja, það má eflaust lesa ýmis tákn út úr þessari súlu, en hvað um það.
Kirkjugarðar heimsins eru fullir af dauðum poppurum sem geta núna fengið minningarverk um sig í Viðey, Elvis, Freddy Queen-gaur, Frank Zappa, já að ógleymdum Jim Morrison.
Kannski fá einhverjir íslenskir líka smá verk norðan megin í eyjunni.
Þetta er allt voða fínt og dúddí þó ég nái ekkert upp í þetta fínerí allt saman. En ég var bara að spá í diskókynslóðina og pönkkynslóðina.

|