29 september 2007

Sumt...

...á ég mjög erfitt með að skilja.
Eins og til dæmis þessa fasteignaauglýsingu: http://www.mbl.is/mm/fasteignir/fasteign/?eign=255169
Ég held að það hafi ruglast eitthvað þarna. Lýsingin á húsnæðinu finnst mér benda til að þetta húsnæði sé ætlað fólki sem ekki er yfir 150 cm að hæð, alla ef þetta litla bláa hús með rauða þakinu á að rúma allt sem segir í lýsingunni.
Hvar getur þetta litla hús falið 254 fermetra? Það hlýtur að vera stórt neðanjarðarhýsi undir því.
Og hvernig í veröldinni er hægt að láta sér detta í hug að þetta húsnæði sé 57 milljón króna virði?

|