27 september 2007

Kolgríma í Skógarkoti

Hún er komin heim þessi elska.
Ég held að henni lítist ekkert illa á kotið. Hún er búin að labba hér um allt og nusa af öllu. Prufa að leggjast í sófann, fela sig undir rúminu í gestaherberginu, fá sér blund á borðstofustól og leggjast upp í rúmið mitt og mala.
Æi, það er ósköp notalegt að kisa skuli vera komin heim.

|